Kjarni
Mannauður
Einfaldaðu starfsmannamál fyrirtækisins með mannauðshluta Kjarna. Mannauðshluti Kjarna veitir þér fullkomna yfirsýn og stjórn á öllum mannauðsmálum. Sparaðu tíma og fyrirhöfn með því að hafa allar upplýsingar á einum stað, frá ráðningu til starfsloka.
Öflug tölfræðivinnsla og skýrslugerð gefa þér dýrmæta innsýn í mannauðsmálum sem styður við betri ákvarðanatöku.
Kjarni
Ráðningar
Ráðningarhluti Kjarna einfaldar allt ferlið frá auglýsingu til ráðningar. Sjálfvirknivæðing ferla og góð yfirsýn fækkar skrefum og gerir ferlið þægilegt fyrir bæði umsækjendur og ráðningarfulltrúa.
Kjarni
Fræðsla
Fræðsluhluti Kjarna heldur utan um fræðsludagskrá fyrirtækis og námskeiðsþátttöku starfsfólks. Starfsfólk getur auðveldlega skoðað framboð námskeiða og skráð sig á þau í gegnum starfsmannavef. Kerfið heldur utan um alla námskeiðsþátttöku og einfaldar umsóknarferli vegna styrkja frá stéttarfélögum og starfsmenntunarsjóðum.
Kjarni
Frammistöðumat
Frammistöðumatshluti Kjarna tryggir fagleg og markviss starfsmannasamtöl. Kerfið einfaldar alla umsýslu með sérsniðnum eyðublöðum sem bæði stjórnendur og starfsfólk geta svarað í sínu viðmóti. Sveigjanleg uppsetning gerir þér kleift að aðlaga samtölin að þínum þörfum.
Kjarni
Laun
Launahluti Kjarna býður upp á hraðvirka og einfalda launavinnslu í notendavænu umhverfi ásamt öflugri skýrslugerð sem einfaldar alla yfirsýn yfir launamál fyrirtækisins.
Mikið er lagt upp úr því að létta skil á kjaraupplýsingum til þriðja aðila og eru því helstu kjarakannanir á íslenska markaðnum innbyggðar í lausnina.
Kjarni
Viðvera
Viðveruhluti Kjarna er innbyggður hluti af kerfinu og einfaldar alla tímaskráningu og viðverustjórnun. Starfsfólk getur skráð viðveru á þann hátt sem hentar því best og stjórnendur fá heildaryfirsýn yfir sitt teymi á einum stað.
Kjarni
Dagpeningar
Með dagpeningahluta Kjarna er einfalt að halda utan um kostnað sem hlýst af ferðum starfsfólks, bæði innanlands og utan.
Starfsfólk getur með örfáum smellum sent inn beiðnir í gegnum starfsmannavef eða snjallforrit Kjarna. Stjórnendur fá skýra yfirsýn yfir allar beiðnir sem gerir þeim kleift að afgreiða þær fljótt og örugglega.
Kjarni
Gátlistar
Láttu ekkert gleymast í mikilvægum ferlum. Gátlistar Kjarna einfalda þér að halda utan um allt frá móttöku nýliða til starfsloka, á einum stað.
Með gátlistum Kjarna getur þú auðveldlega haldið utan um öll verkefni sem þarf að klára, jafnvel þvert á deildir. Kerfið sendir sjálfvirkar áminningar og veitir skýra stöðuyfirsýn sem tryggir að öll nauðsynleg skref séu tekin á réttum tíma.

Kjarni
Mötuneyti
Mötuneytislausn Kjarna einfaldar alla umsýslu í kringum mötuneytisrekstur. Starfsfólk getur skráð sig á einfaldan hátt í mat og allar færslur berast sjálfkrafa í launakerfið. Með nákvæmni tölfræði er auðvelt að skipuleggja innkaup, draga úr matarsóun og halda utan um allar færslur.
Mötuneytislausnin býður upp á stakar máltíðir, mataráskrift og kaup á ákveðnum vörutegundum.
Snjallforrit Kjarna
Handhæg leið til að sinna daglegum málum hvar og hvenær sem er. Í snjallforriti Kjarna getur starfsfólk nálgast grunnupplýsingar um samstarfsfólk sitt, séð yfirlit yfir orlofsstöðu, sent inn orlofsbeiðni, stimplað sig inn og út og margt fleira. Tilvalið fyrir þau sem eru mikið á ferðinni.
Snjallforrit Kjarna er aðgengilegt bæði í App Store og Google Play.
