Kjarnavefur er heildstæð lausn sem umbreytir því hvernig stjórnendur starfa. Með öflugu vefviðmóti er hægt að stjórna öllum lykilþáttum mannauðsmála á einum stað - allt frá ráðningu til starfsloka.
Afgreiddu verkefni á augabragði án þess að þurfa að leita aðstoðar til annarra deilda. Fáðu tafarlausan aðgang að öllum lykilupplýsingum sem þú þarft.
Einfaldað verkferli
Allar upplýsingar í einu notendavænu viðmóti. Samþykktu beiðnir, skoðaðu launagögn, sendu launabreytingu til samþykktar og fylgstu með viðveru án fyrirhafnar.
Sveigjanleiki
Notaðu Kjarnavef hvar og hvenær sem er - í tölvu, spjaldtölvu eða síma.
Hvað segja viðskiptavinir um Kjarna?
Umsagnir viðskiptavina
Fegurðin í þessu eru þessir fjölbreyttu möguleikar í kerfinu. Það eru mikil þægindi fólgin í því að geta aukið skýrslugjöf og annað til stjórnenda. Það auðveldar yfirsýn yfir t.d. tímafjölda, kostnað og útborganir.
Þröstur Magnússon
Starfsmannastjóri Rarik
Grindavíkurbær hefur nýtt sér Kjarna síðan 2016 en Kjarni er notendavænt mannauðs- og launakerfi með frábæra skýrslugerðarmöguleika. Kerfið hentar þörfum sveitarfélaga afar vel.
Það besta við Kjarna er þó þjónustan sem honum fylgir. Hjá Origo starfa virkilega færir sérfræðingar sem alltaf eru til taks til að aðstoða og vinna úr beiðnum stórum sem smáum.
Soffía Snædís Sveinsdóttir
Deildarstjóri launadeildar hjá Grindavíkurbæ
Starfsfólkinu okkar hefur gengið virkilega vel að aðlagast Kjarna, notendaviðmótið er mjög þægilegt. Þetta er einfalt fyrir stjórnendur í þeirra vinnu, það einfaldaði mikið úr því kerfi sem við vorum í áður.
Notendaviðmót og þjónustan hjá teyminu varðandi Kjarna er virkilega góð.
Haukur Þór Arnarsson
fyrrverandi deildarstjóri launadeildar Hafnarfjarðarbæjar
Aukin skilvirkni
Lykilupplýsingar stjórnenda
Kjarnavefur veitir stjórnendum heildstæða yfirsýn yfir allt sem þengist þeirra teymi. Hvort sem það er launasamþykkt, launaáætlun, ráðningar, frammistöðumat eða samþykkt beiðna - allt er aðgengilegt í notendavænu viðmóti. Stjórnendur geta unnið sjálfstætt og þurfa ekki lengur að leita til annarra deilda eftir upplýsingum.