Fagleg móttaka
Góð upplifun frá fyrsta degi með gátlistum Kjarna
Láttu ekkert gleymast í mikilvægum ferlum. Gátlistar Kjarna einfalda þér að halda utan um allt frá móttöku nýliða til starfsloka á einum stað.
Með gátlistum Kjarna getur þú auðveldlega haldið utan um öll verkefni sem þarf að klára, jafnvel þvert á deildir. Kerfið sendir sjálfvirkar áminningar og veitir skýra stöðuyfirsýn sem tryggir að öll nauðsynleg skref séu tekin á réttum tíma.

Einfaldari verkferlar
Ávinningur
Fullkomin yfirsýn
Fylgstu með verkefnum og framvindu þeirra á einum stað.
Tímasparnaður
Segðu skilið við óþarfa símtöl og tölvupósta. Sjálfvirkar tilkynningar tryggja að allir viti nákvæmlega hvað þarf að gera og hvenær.
Aukin starfsánægja
Umsjón með verkferlum tryggir að nýliðar fái allt sem þeir þurfa á réttum tíma. Fagleg móttaka stuðlar að jákvæðri upplifun frá fyrsta degi.
Öflugt verkfæri
Tryggðu að ekkert gleymist
Gátlistar Kjarna eru öflug lausn sem einfaldar utanumhald verkefna, hvort sem um ræðir móttöku nýliða, sumarstarfsfólks eða starfslok starfsmanna.
Þegar nýtt starfsfólk er stofnað í Kjarna getur mannauðsdeild tengt viðeigandi gátlista við hvern starfsmann. Hlutaðeigandi aðilar fá tilkynningu um sín verkefni og geta merkt við þau þegar þeim er lokið, sem tryggir að ekkert gleymist í ferlinu.

Verkefnastjórnun
Skipulagðir verkferlar skila betri árangri
Gátlistar Kjarna bjóða upp á skilvirka leið til að halda utan um þau verkefni sem þarf að framkvæma.
Viltu vita meira um gátlista Kjarna?
