Farsæl Innleiðing Kjarna - Hafnarfjarðarbær sparar 22,6 m.kr árlega

Skýrsla KPMG sýnir fram á umhverfislegan og fjárhagslegan ábata af innleiðingu mannauðs- og launakerfi Kjarna.

10. júlí 2023

Hafnarfjarðarbær innleiddi Kjarna í apríl 2022 og fól í kjölfarið KPMG að meta ávinning af innleiðingu á mannauðs- og launakerfinu Kjarna og öðrum stafrænum umbreytingum.  Niðurstöður rannsóknar KPMG sýndu fram á umhverfislegan og fjárhagslegan ábáta af innleiðingu Kjarna og öðrum stafrænum umbreytingum hjá sveitarfélaginu. 

Minni pappír, meiri tími

Með innleiðingu rafrænna undirritana og mannauðs og launakerfi Kjarna hefur Hafnarfjarðarbær minnkað pappír í sinni starfsemi. Hefur koltvísýringslosun minnkað um 1,4 tonn á ári með undirritunum sem tengjast ráðninga- og starfslokaferlum. Einnig er utanumhald skjala mun skilvirkara og skjöl aðgengilegri á milli deilda.

Stjórnendur eru sjálfstæðari með Kjarna

Einn af stærstu ákvarðandi þáttum Hafnarfjarðarbæjar við val á mannauðs- og launakerfi var sjálfvirknivæðing kerfisins, þar sem sjálfvirknivæðingin einfaldar vinnu við ráðningar umtalsvert. 

Hefur sú ákvörðun skilað Hafnarfjarðarbæ skýrum ábata, því álag á stjórnendur við hverja ráðningu hefur minnkað. Stjórnendur geta sinnt flestu sem viðkemur umsýslu ráðninga hraðar en áður og minnkar Kjarni vinnu í ráðninga- og starfslokaferlum verulega sem nýtast nú í meira virðisskapandi verkefni innan Hafnarfjarðarbæjar. 

Aukin yfirsýn með Kjarna

Kjarni hefur veitt starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar sem kemur að ráðningum aukið gagnsæi og yfirsýn í ráðningum. Einnig hefur ráðningarferlið orðið skýrara og skilvirkara sem  hefur skapað aukna ánægju stjórnenda og bætt ímynd Hafnarfjarðar sem vinnustaðar.

Helstu niðurstöður rannsóknar KPMG

  • 1,4 tonna losun koltvísýrings ígilda sparast árlega með því að taka upp rafrænar undirritanir við ráðninga- og starfslokaferla. 

  • Kjarni minnkar vinnu í ráðninga- og starfslokaferlum sem nýtist í virðismeiri verkefni innan Hafnarfjarðarbæjar.  

  • Það tekur 1,4 klst styttri tíma að birta starfsauglýsingu með Kjarna.

  • 30 mínútur sparast við að uppfæra aðgangsstýringar við hver starfslok í sérfræði- og stjórnendastörfum.

Skýrsla KPMG byggist á niðurstöðum á samtölum við starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar.

Notendaviðmót það þægilegasta við Kjarna

Innleiðing á launahluta Kjarna tók Hafnarfjarðarbæ aðeins 2 mánuði. Við lok innleiðingar Kjarna gerði Haukur Þór Arnarsson, fyrrverandi deildarstjóri launadeildar Hafnarfjarðarbæjar, upp ávinninginn sem hann taldi að hafði hlotist: 

Þjónustan hefur verið virkilega góð, aðstoðin mikil í innleiðingarfasanum og það er bara mjög gott að vinna með Origo. Það sem okkur finnst þægilegast við Kjarna er notendaviðmótið, það er allt mjög einfalt fyrir stjórnendur í þeirra vinnu.‟ sagði Haukur Þór.

Kjarni býður upp á notendavænt vefviðmót ásamt appi með starfsmannaleit. Vefviðmótið er stöðugt í þróun og fær viðbætur reglulega.

Betri yfirsýn yfir mannauðinn

Vilt þú vita meira um mannauðshluta Kjarna?

Mannauðshluti Kjarna veitir þér fullkomna yfirsýn og stjórn á öllum mannauðsmálum. Sparaðu tíma og fyrirhöfn með því að hafa allar upplýsingar á einum stað, frá ráðningu til starfsloka.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.