Aukin afköst og betri notendaupplifun í febrúarútgáfu Kjarna

Ný útgáfa af Kjarna er komin út með nýrri virkni sem bætir notendaupplifun og eykur afköst. Stærstu breytingarnar felast í umtalsvert hraðari bunkainnlestri, rauntíma orlofsstöðu og sjálfvirkum áminningum. Nýrri virkni hefur einnig verið bætt í dagpeningalausnina og ráðningarhlutinn býður nú upp á fleiri sérstillingar. Að auki höfum við bætt við fjölda nýrra valmöguleika sem gera þér kleift að sérsníða kerfið betur að þínum þörfum.  

19. febrúar 2025

Skilvirkari launavinnsla

Hraðari bunkainnlestur

Við höfum gert umtalsverðar endurbætur á hraða bunkainnlesturs, bæði fyrir launaskráningu og launaáætlanir, en þetta kemur sér vel fyrir viðskiptavini okkar með mikið magn færslna.

Sjálfvirkar áminningar fyrir launasamþykkt

Viðskiptavinir geta nú nýtt sjálfvirku áminningarvirknina í Kjarna til að senda reglulegar áminningar á þá samþykkjendur launa sem ekki hafa nú þegar samþykkt laun fyrir útborgun.

Sveigjanlegri póstsendingar við samþykkt launabreytinga

Fyrir viðskiptavini sem ekki nota rafrænar undirritanir í Kjarna hefur áður verið hægt að senda tilkynningu um staðfesta launabreytingu í tölvupósti til viðkomandi starfsmanns. Viðtakendalistinn hefur verið gerður sveigjanlegri svo hægt sé að velja hvort tilkynning sé send á stofnanda launabreytingar, starfsmanninn sjálfan eða báða aðila.

Betri yfirsýn í viðveruhluta

Orlofstaða í rauntíma

Nú birtist orlofsstaða starfsfólks í rauntíma á starfsmannavef, í snjallforriti og á Kjarnavef, í stað þess að miðast við síðustu útborgun eða innlestur frá ytri viðverukerfum.

Veikindaupplýsingar á Kjarnavef

Stjórnendur hafa nú betri aðgang að upplýsingum um veikindarétt starfsfólks og skráða veikindadaga. Þetta gildir bæði um veikindi starfsfólks og veikindi barna þeirra.

Staðfesting starfsfólks á tímabilum

Starfsfólk getur nú samþykkt tímabil í snjallforriti Kjarna. Þetta á helst við fyrir viðskiptavini þar sem starfsfólk skráir eingöngu fjarveru, og ýtir við starfsfólki að skrá inn fjarveru tímabilsins þar sem það þarf að staðfesta að allar viðeigandi skráningar séu komnar inn með því að staðfesta tímabilið.

Tímastjórar og mannauðs-/launadeildir geta nú séð í yfirliti á Kjarnavef hvaða starfsfólk hefur samþykkt tímabilið og hver ekki, sem einfaldar eftirfylgni.

Nýir möguleikar í dagpeningahluta Kjarna

Óbreytt skráningarform dagpeninga

Nýtt vefgildi festir skráðar upplýsingar í dagpeningabeiðnum á Kjarnavef. Þetta auðveldar skráningu þegar verið er að skrá beiðnir á marga starfsmenn í einu út frá sömu skilyrðum, þar sem formið hreinsast ekki á milli skráninga.

Bókun dagpeninga fyrir launþega í mismunandi fyrirtækjum

Gerðar hafa verið endurbætur á bókun dagpeninga fyrir launþega í mismunandi fyrirtækjum og útborgunum. Nú er hægt að draga fyrirtæki og fyrirtækisnúmer inn í lista yfir samþykkta og óbókaða dagpeninga.

Seðlabankagengi

Útbúin hefur verið ný gengisþjónusta sem sækir gengi Seðlabanka Íslands, og er nú hægt að velja um að nota Seðlabankagengi í stað gengis Íslandsbanka.

Tilvísunarnúmer í skráningu dagpeninga

Bætt hefur verið við nýju svæði fyrir tilvísunarnúmer í skráningu dagpeninga, sem nýtist t.d. til að skrá númer ferðabeiðnar eða Jira-máls. Þetta númer fylgir með yfir í dagpeningaskráninguna í Kjarna client og hægt er að bóka á tilvísunarnúmerið.  

Nýir eiginleikar í ráðningarhluta

Nýi ráðningarhlutinn í Kjarna er í stöðugri þróun í samstarfi við fyrstu viðskiptavini sem hafa innleitt þann hluta. Meðal nýjunga í febrúarútgáfunni eru:

  • Samþykki vegna persónuverndarlaga: Nú er hægt að setja upp samþykki vegna persónuverndarlaga í gegnum umsóknarvef.

  • Starfstegund: Tegund starfs birtist nú á yfirliti auglýsinga og hægt er að birta tengilið á auglýsingum.

  • Samfélagsmiðlar: Bætt hefur verið við hnapp á auglýsingar á umsóknarvef til að deila þeim á Facebook.

  • Leit: Bætt hefur verið við leitarmöguleika fyrir aukaspurningar og spurningabanka. Einnig er nú hægt að breyta röðun á aukaspurningum eftir að þær eru valdar.

Betri tengingar við önnur kerfi

Vinnustund

  • Bætt meðhöndlun skipulagseininga: Þegar skipulagseiningu er breytt eða hún gerð óvirk uppfærist nú sú breyting beint í Vinnustund án þess að keyra þurfi skipunina til að flytja allar skipulagseiningar yfir.

  • Ný skipun fyrir stöður: Útbúin hefur verið ný skipun til að senda eða uppfæra valda stöðu í Vinnustund.

  • Auknir möguleikar í „Endurstofna sögu“: Nú er hægt að keyra aðgerðina „Endurstofna sögu í Vinnustund“ fyrir fleiri ráðningarmerkingar en bara „Í starfi“.

  • Starfslok: Lagfæringar hafa verið gerðar svo starfsfólk sem hefur hætt störfum birtist ekki lengur í Vinnustund.

Moodup & Active Directory

Nú er hægt að undanskilja einstaka starfsmenn frá Moodup tengingu og Active Directory tengingu. Bætt hefur verið við nýjum flipa, Tengingar, í starfsmannaspjaldið þar sem hægt er að haka við hvort undanskilja eigi viðkomandi starfsmann. Þetta kemur til viðbótar við núverandi möguleika að undanskilja hópa út frá ráðningarmerkingu og/eða tegund ráðningar.

Lestu einnig: Samstarf Kjarna og Moodup

Origo og Moodup sameina krafta sína

Eignarhaldsfélagið Skyggnir, eigandi Origo ehf., hefur fest kaup á Moodup, sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði starfsánægjumælinga. Með sameiningu Kjarna og Moodup skapast ótalmörg tækifæri til að efla mannauðsstjórnun með sjálfvirknivæðingu, gögnum og gervigreind.

Halla Árnadóttir, vöru- og teymisstjóri mannauðs- og launalausna, og Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.