Origo og Moodup sameina krafta sína
Eignarhaldsfélagið Skyggnir, eigandi Origo ehf., hefur fest kaup á Moodup, sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði starfsánægjumælinga. Með sameiningu Kjarna og Moodup skapast ótalmörg tækifæri til að efla mannauðsstjórnun með sjálfvirknivæðingu, gögnum og gervigreind. Við munum halda áfram að fjárfesta í nýsköpun og þróun í nánu samtali við viðskiptavini okkar til að tryggja að mannauðslausnir okkar séu áfram þær bestu sem völ er á.

Eignarhaldsfélagið Skyggnir, eigandi Origo ehf., hefur fest kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Moodup, sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði starfsánægjumælinga. Í kjölfarið eykst samstarf Kjarna og Moodup með það markmið að hjálpa viðskiptavinum okkar að gera öfluga mannauðsstjórnun að varanlegu samkeppnisforskoti í rekstrinum sínum, drifin af bestu tækni og gögnum sem völ er á.
Moodup hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem leiðandi hugbúnaðarlausn til að bæta starfsánægju og vinnustaðamenningu. Moodup býður upp á sjálfvirkar púlsmælingar, sérsniðnar kannanir, stjórnendamöt og þægileg mælaborð sem eru notuð af stjórnendum yfir 100 stærri fyrirtækja og stofnana hérlendis til að bæta starfsánægju yfir 40.000 starfsmanna. Margir okkar viðskiptavina nota nú þegar kerfið með góðum árangri og við höfum sjálf góða reynslu af því að nota kerfið í okkar eigin rekstri.

Forskot með gagnadrifinni mannauðsstjórnun
Við vitum að mannauðs- og launamál eru einhver mikilvægustu viðfangsefni fyrirtækja og höfum í yfir tuttugu ár byggt upp þekkingu og þróað tæknilausnir til að gera þau skilvirkari og betri. Með því að sameina krafta Moodup og Kjarna höldum við áfram að efla stjórnendur og hjálpa vinnustöðum að ná forskoti.
Kjarni styður við allt mannauðsferlið og launavinnslu, frá ráðningu til starfsloka, Rúna tryggir að launastig fyrirtækja, sem er jafnan stærsti kostnaðarliður fyrirtækja, sé sanngjarnt og rétt, og Moodup eykur starfsánægju til að búa til betri og afkastameiri vinnustað.
Á næstu mánuðum munu viðskiptavinir Kjarna og Moodup taka eftir viðbótum sem tengja kerfin betur saman og gera okkur kleift að bjóða upp á einfaldari vinnuferla og betri yfirsýn fyrir stjórnendur og starfsfólk. Það eru þó bara fyrstu skrefin - tækifærin til að auka sjálfvirknivæðingu og hagnýta gögn og gervigreind í mannauðsmálum eru ótalmörg og við munum halda áfram að fjárfesta í nýsköpun og þróun í nánu samtali við viðskiptaivni okkar til að tryggja að mannauðslausnir okkar séu áfram þær bestu sem völ er á. Kjarni mun að sjálfsögðu halda áfram að styðja við önnur kerfi sem viðskiptavinir okkar nota í starfsánægjumælingum.

Vilt þú vita meira? Bókaðu fund með ráðgjafa
