Viðskiptagreind Kjarna breytir leiknum

Viðskiptagreind hugbúnaðar er áhrifamikið tól sem getur sparað mikinn tíma þegar unnið er með gögn með það markmið að efla og styrkja rekstur.

31. ágúst 2022

Viðskiptagreind vinnur gögn þannig hægt sé að fá verðmæti úr þeim í formi vitneskju og tímasparnaðar. Stefna Origo er að bjóða upp á virðisskapandi viðskiptagreind í öllum sínum lausnum og hafa sérfræðingar okkar í viðskiptagreind m.a. þróað tilbúna gagnapakka fyrir Kjarna.

Öflugt verkfæri

Tilbúin viðskiptagreind í gagnapakka

Teymið okkar í viðskiptagreind hefur nýtt þverfaglega þekkingu sína í gagnavísindum á milli kerfa Origo til að skapa verðmæti strax fyrir þinn rekstur. Gagnapakkar Origo eru viðbót sem fer ofan á Kjarna. Teymið getur sett gagnapakka ofan á þitt kerfi á einum virkum degi og í flestum tilvikum getið þið farið að rýna gögn daginn eftir.

Við smíðum fyrir þig tengingar inn í aðra vefþjónustu og gagnalíkan til að vinna eitthvað nytsamlegt úr gögnunum. Gögnin eru svo auðlesanleg á mælaborði og í gagnvirku viðmóti eins og stöplum, skífun og skýrslum.

Dæmi um árangur

Starfsmannavelta er gott dæmi um gagnalíkan sem getur skilað rekstri verðmætum hratt. Þökk sé þekkingu og reynslu sérfræðinga okkar í Kjarna getum við komið slíkri virkni í gang á mettíma. Þannig færðu verðmæti úr gögnum sem eru nú þegar til og getur skoðað starfsmannaveltu með gagnvirku viðmóti.

Þegar uppsetningu er lokið getur þú séð veltu eftir deildum, stjórnendum, aldri, kyni, staðsetningu, menntun og tímabili.

Enginn stofnkostnaður

Enginn stofnkostnaður

Viðskiptagreind hefur aldrei verið aðgengilegri og eins hagkvæm og nú, engin skuldbinding og greitt er sanngjarnt mánarðagjald eftir umfangi reksturs.

Hvað hefur viðskiptagreind nokkurn tímann gert fyrir mig?

Viðskiptagreind er ekki bara betri skýrslur, heldur vinnan við að tengja saman gögn úr mismunandi kerfum með vefþjónustum, raða gögnunum í líkan og birta þau í viðmóti þannig verðmæti skapist fyrir stofnanir og fyrirtæki. Viðskiptagreind er líka hugmyndafræði sem, ef vel útfærð, gefur þínum rekstri samkeppnisforskot.

Eftir smá undirbúning getur viðskiptagreind fært þínum rekstri eftirfarandi verðmæti:

  • Örari greiningu með gagnavirku viðmóti, sem sparar tíma og vinnu.

  • Aukin framleiðni með aðgengilegri gögnum.

  • Betri ákvörðunartöku sem er byggð á ferskum upplýsingum.

  • Betri upplifun fyrir viðskiptavini.

  • Aukna ánægju starfsfólks, minni handavinna í Excel.

  • Aukið traust á gögnum með reyndum gagnalíkönum.

Fá ráðgjöf

Verið velkomin í spjall

Ef þú ert að nota Kjarna í dag þá ertu í dauðafæri að koma gögnunum þínum á næsta stig án þess að ráða sérfræðinga og leggja í óþara kostnað.

Láttu gagnavísindafólk Origo um uppsetninguna og sparaðu þér fullt af vinnu. Fyrsta skrefið í átt að nytsamlegri gögnum er að koma í gagnaspjall hjá okkur.

Dýrmæt innsýn

Viltu vita meira um gagnadrifin mannauðs- og launamál?

Viðskiptagreind Kjarna veitir dýrmæta innsýn í mannauðs- og launamál fyrirtækisins. Með öflugu mælaborði og rauntímagreiningum getur þú tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á áreiðanlegum gögnum.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.