Heildarlausn í mannauðsmálum

Árangursrík innleiðing Kjarna hjá Rarik

Rarik þurfti öflugt mannauðs- og launakerfi fyrir sínar fjölbreyttu þarfir. Kjarni reyndist vera heildstæða lausnin sem fyrirtækið var að leita að - með einfaldari innleiðingu en nokkurn óraði fyrir.

24. nóvember 2022

Rarik hefur tekið stór skref í mannauðs- og launamál með innleiðingu á Kjarna fyrr á þessu ári. Reynslan hefur sýnt að skilvirkni og einfaldleiki einkenna kerfið.

„Þetta var minna mál en ég bjóst við að skipta um launakerfi. Ég hafði miklað þetta aðeins fyrir mér því það er svo mikið undir en þetta var tiltölulega einfalt mál. Einfaldara en ég hafði þorað að vona,“ segir Þröstur Magnússon, starfsmannastjóri Rarik um innleiðingu á Kjarna.

Fegurðin liggur í fjölbreyttum þörfum

Rarik, með sína 200 starfsmenn, sinnir margþættu hlutverki í orkugeiranum – allt frá raforkudreifingu til sölu á heitu vatni. Slíkur rekstur krefst öflugra stjórnunartækja.

Fegurðin í þessu eru þessir fjölbreyttu möguleikar í kerfinu. Það eru mikil þægindi fólgin í því að geta aukið skýrslugjöf og annað til stjórnenda. Það auðveldar yfirsýn yfir t.d. tímafjölda, kostnað og útborganir.

Þröstur Magnússon

Starfsmannastjóri Rarik

Fagleg þjónusta tryggir árangursríka innleiðingu

Ákvörðunin um að skipta um kerfi var tekin þegar ljóst var að eldra kerfið stóð ekki lengur undir kröfum fyrirtækisins.

“Við höfðum sett stefnuna á að skipta um launakerfi. Gamla kerfið fullnægði ekki kröfum og þörfum okkar lengur. Við höfum heyrt vel látið af Kjarna og fundur með Origo þar sem bæði fyrirtækið og Kjarni voru kynnt, seldu okkur hugmyndina og við slógum til,” segir Þröstur.

Það er engin eftirsjá í þeirri ákvörðun, innleiðingin gekk mjög vel. Þau sem stóðu að þessu hjá Origo eru fagfólk fram í fingurgóma, og ef mig vantar aðstoð fæ ég hana samdægurs og þarf ekki að bíða í marga daga

Þröstur Magnússon.

Starfsmannastóri Rarik

Betri yfirsýn yfir mannauðinn

Vilt þú vita meira um mannauðshluta Kjarna?

Mannauðshluti Kjarna veitir þér fullkomna yfirsýn og stjórn á öllum mannauðsmálum. Sparaðu tíma og fyrirhöfn með því að hafa allar upplýsingar á einum stað, frá ráðningu til starfsloka.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.