Styttra samþykktarferli launabreytinga, betri yfirsýn orlofsdaga og meira í septemberútgáfu

Fjölbreyttar nýjungar af Kjarna hafa verið gefnar út sem stytta umsýslutíma og bæta yfirsýn.

6. nóvember 2023

Styttra og skilvirkara samþykktarferli launabreytinga

Samþykktarferli launabreytinga var þróað enn frekar í septemberútgáfunni af Kjarna.

Nú geta notendur valið fleiri en einn rökstuðning breytinga, þar sem það á við, og samþykktaraðilar launabreytinga geta á einfaldan hátt smellt á launabreytingu og séð allar upplýsingar um launabreytinguna. Einnig er hægt að láta Kjarna senda tölvupóst á viðeigandi aðila þegar launabreytingartillaga hefur verið stofnuð.

Ferlið hefur verið tekið skrefi lengra í þessari útgáfu. þegar launabreyting er samþykkt er hægt að senda viðauka við ráðningarsamning beint í rafræna undirritun til viðeigandi aðila og ef launabreytingu er hafnað er hægt að senda upplýsingar og ástæðu höfnunar til stjórnandans sem upphaflega stofnaði launabreytingartillöguna.

Þegar samþykktarferli launabreytinga er notað er einfalt að taka út yfirlit yfir þær launabreytingartillögur sem sendar hafa verið inn á tilteknu tímabili og hversu margar þeirra voru samþykktar og hversu mörgum var hafnað.

Bætt yfirsýn yfir veikinda- og orlofsrétt

Viðveruhluti Kjarna er í sífelldri þróun og í septemberútgáfunni var bætt við virkni í tengslum við veikinda- og orlofsrétt starfsfólks. Þessi nýja virkni er stillingaratriði svo viðskiptavinir geta valið hvort þeir vilji nýta þessa nýju virkni.

Hægt er að skilgreina veikinda- og orlofsrétt niður á kjarasamninga í Kjarna. Þegar starfsmaður skráir á sig veikindi á Starfsmannavef eða stjórnandi skráir veikindi á starfsmann á Kjarnavef þá flettir Kjarni upp skilgreiningu á veikindarétti á þeim kjarasamningu sem starfsmaður fær greitt eftir. Ef starfsmaður á nægan veikindarétt þá skráist færslan niður í viðveruna en ef hann á ekki næg réttindi þá kemur melding þess efnis og ekki er hægt að skrá launuð veikindi fyrir það tímabil.

Sambærileg virkni var útfærð í tengslum við orlofsréttinn en hún á við þegar starfsmaður sendir inn orlofsbeiðni og þegar starfsmaður eða stjórnandi skráir orlof á Starfsmannavef/Kjarnavef.

Inn/úti sýn starfsfólks á Starfsmannavef

Bætt hefur verið við inni/úti virkni á Starfsmannavef þar sem starfsfólk getur séð upplýsingar um staðsetningu samstarfsfólks. Þarna er t.d. hægt að sjá yfirlit fram í tímann yfir hvaðan samstarfsfólk áætlar að vinna, ef starfsstöðvar eru margar eða möguleiki á heimavinnu. Þetta er sambærileg sýn og og stjórnendur hafa þegar aðgang að á Kjarnavef.

Þessi nýja virkni tengist viðveruhluta Kjarna.

Frekara hagfræði í flýtiskráningu

Flýtiskráningin í launahluta Kjarna er mikið notuð af viðskiptavinum. Til þess að auka enn hagræðingu af notkun á þeirri aðgerð var svæðinu launahópi bætt inn í skilyrði fyrir flýtiskráninguna þannig að nú er hægt að sækja færslur í flýtiskráningu fyrir ákveðinn launahóp. Einnig er núna hægt að draga álagið inn sem dálk í flýtiskráninguna.

Auknir greiningarmöguleikar í launaáætlun

Nýjum dálkalistum hefur verið bætt við í launaáætlun á Kjarnavefnum. Þessir listar auka greiningarmöguleika og yfirsýn stjórnenda í tengslum við launaáætlunarvinnuna.

Takmörkun á lykiltölum fyrir mötuneyti og verslanir

Sumir viðskiptavinir eru með mörg mötuneyti og/eða verslanir. Í þeim tilvikum getur verið gott að geta takmarkað lykiltölurnar á upphafsvalmynd Kjarnavefsins við tiltekið mötuneyti og/eða verslun. Síum var því bætt á upphafsvalmyndina svo hægt sé að takmarka niðurstöðurnar frekar.

Einnig var bætt inn virkni í mötuneytislausnina þannig að þegar færslur úr verslun eru fluttar yfir í launin þá er núna hægt er að velja að draga saman færslur á launalið.

Yfirlit yfir mötuneytis- og verslanafærslur á Starfsmannavef

Nú getur starfsfólk séð yfirlit yfir mötuneytis- og verslanafærslur sínar á Starfsmannavefnum. Þannig þarf ekki að leita til mannauðs- og launadeildar ef viðkomandi er að velta fyrir sér hvaða færslur eru á bakvið slíkan frádrátt á launaseðli.

Fljótari úrvinnsla starfsumsókna

Ferilsskrársýnin er mikið notuð í ráðningahluta Kjarna við úrvinnslu umsókna. Það er fljótleg leið til að skanna þær umsóknir sem hafa borist, flokka þær og stöðumerkja. Í septemberútgáfunni voru viðbætur við ferilskrársýnina til að gera hana enn þægilegri. Röð umsókna birtist nú sjálfkrafa þar í tímaröð, eins og á stöðuborði og listanum Umsóknir og svör, talblöðru fyrir athugasemdir hefur verið bætt í ferilskrársýnina og nú er hægt að sía umsóknir í ferilskrársýn eftir Stöðu umsóknar og Umsóknarröðun og þannig á einfaldan hátt takmarka yfirlitið eingöngu við þá aðila sem búið er að flokka á tiltekinn hátt.

e

Frekari viðbætur við rafrænar undirritanir

Í einhverjum tilvikum er starfsfólk með sérstakan vinnusíma og annan persónulegan síma. Í þeim tilvikum eru rafrænu skilríkin yfirleitt virk í persónulega símanum. Þeirri virkni var því bætt við rafrænu undirritanirnar að hægt væri að velja á milli þessara símanúmera en áður kom sjálfkrafa vinnusímanúmerið. Eftir þessar breytingar er líka hægt að yfirskrifa farsímanúmerið með allt öðru símanúmeri, t.d. í þeim tilvikum þar sem forráðamaður á að skrifa undir fyrir barn sitt.

Bætt var við röðun undirritenda í rafrænar undirritanir þannig að notendur geti valið í hvaða röð undirritendur eiga að skrifa undir skjölin. Sjálfvirk röðun er að yfirmaður sé fyrsti undirritandinn, starfsmaður sá annar og viðbótaraðilarnir, sé þeim bætt við, komi þar á eftir koll af kolli. Notandi getur svo breytt þessari röð, ef það á við.

Ýmsar viðbætur við gátlista

Gátlistakerfishlutinn er komin í talsverða notkun í Kjarna og í septemberútgáfunni voru ýmsar viðbætur við gátlistavirknina.

Nú er hægt að tengja gátlista á starfsmann strax í kjölfar stofnunar starfsmanns. Bætt var við fleiri síum í listann Tengdir gátlistar, svo hægt sé að takmarka niðurstöðurnar enn frekar, auk þess sem svæðinu Tegund ráðningar var bætt við þann lista.

Eftir útgáfuna er hægt að breyta dagsetningu lokaskila og ábyrgðarmanni gátlista auk þess sem hægt er að óvirkja gátlistasniðmát sem ekki eru lengur í notkun og breyta heiti á sniðmátum ef það á við.

Breytingar á skýrslunni Markaðslaun PwC

Skýrslurnar Markaðslaun PwC og Kjarakönnun Intellecta eru innbyggðar í Kjarna og eru reglulega gerðar breytingar á þessum skýrslum í takt við þær breytingar sem verða á skilunum hjá þessum aðilum. Í septemberútgáfunni voru gerðar breytingar á PwC skýrslunni í Kjarna í tengslum við þær breytingar sem PwC óskaði eftir.

Þak á skráningu ónýtts persónuafsláttar

Bætt hefur verið virkni til þess að tryggja að ekki sé hægt að skrá í skattkortaspjald hærri fjárhæð fyrir ónýttan persónuafslátt en sem nemur fjölda þeirra mánaða sem liðnir eru af ári.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.