Vel heppnuð Notendaráðstefna Kjarna 2024

Notendaráðstefna Kjarna er nýlega afstaðin og þar fengum við fullt hús af notendum. Farið var yfir þær nýjungar sem eru framundan og vegvísa fyrir næsta árið.

16. maí 2024

Spennandi tímar framundan hjá Kjarna

Notendaráðstefna Kjarna 2024 var haldin á Grand Hótel miðvikudaginn 8. maí. Um 155 manns mættu á viðburðinn til að hlusta á áhugaverð erindi um helstu nýjungar Kjarna og mannauðsmál. Hér er það helsta sem kom fram á Notendaráðstefnunni. 

Nýjungar og vegvísar í Kjarna

Halla Árnadóttir, forstöðumaður Mannauðs- og launalausna Origo og Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri launahluta Kjarna kynntu helstu nýjungar í Kjarna og vegvísa fyrir næsta árið. 

Á öðrum ársfjórðungi þessa árs er markmið að innleiða nýjan umsóknarvef og tengingu við Eloomi Infinite. Einnig verður starfslokaferill fyrir vef Kjarna kláraður, samanburðarviðmót á hæfni og réttindum verður sett upp og fyrirkomulag verður innleitt þannig að íþróttastyrkir taka mið af launatímabilum. 

Síðar á árinu verður notendum gert kleift að skrá sig inn með rafænum skilríkjum. Rafrænar undirritanir í gegnum Dokobit hafa lengi verið til staðar í Kjarna en á árinu verður Taktikal bætt við sem valkosti fyrir viðskiptavini auk þess sem innleidd verður ný vefþjónusta frá Dokobit, Universal API, sem býður upp á enn fleiri möguleika en eldri vefþjónusta frá Dokobit. Endurhönnun á frammistöðumati er framundan á Kjarnavef og viðmót þar sem hægt er að setja saman myndræn skipurit. 

Nýtt snjallforrit

Nína Margrét Daðadóttir, framendaforritari hjá Kjarna kynnti til leiks glænýtt Kjarna snjallforrit. Snjallforritið hentar einstaklega vel fyrir starfsfólk sem er mikið á ferðinni og vinnur ekki mikið við tölvur. Í snjallforritinu má finna eftirfandi virkni: 

  • Starfsmanna- og hæfnisleit

  • Afmælisbörn dagsins

  • Frammistöðumat og starfsþróunarsamtal

  • Viðvera - tímaskráningar og stimpilklukka

  • Skráningar á sumarfríum og námskeiðum

  • Umsóknir um styrki

Snjallforrit Kjarna er komið út í Apple Store og Google Play.Snjallforrit Kjarna er komið út í Apple Store og Google Play.

Rúna vaktar laun á markaði

Þorgerður Guðmundsdóttir, vörustjóri Launahluta Kjarna hélt erindi um hugbúnaðarlausnina Rúnu launavakt. Lausnin mun færa fyrirtækjum nýjustu launaupplýsingar á aðgengilegan og skiljanlegan hátt. 

Hugmyndin um Rúnu fæddist eftir samtal við stjórnendur og mannauðsfólk þar sem þau lýstu því að launasamtölum væru eins og völundarhús. Gögnin væru annaðhvort ekki til staðar eða voru fljót að verða úreld. Mikilvægt sé fyrir vinnuveitanda að geta boðið góðu starfsfólki upp á samkeppnishæf laun á markaði. Rúna er væntanleg í haust.

Þorgerður Guðmundsdóttir, vörustjóri Launahluta Kjarna kynnti Rúnu fyrir gestiÞorgerður Guðmundsdóttir, vörustjóri Launahluta Kjarna kynnti Rúnu fyrir gesti

DISCover Leadership

Ingibjörg Lilja Þormóðsdóttir, mannauðsstjóri Helix Health og Rósa Björk Sigurgeirsdóttir, mannauðssérfræðingur hjá Origo ræddu um DISC persónuleikaprófið og kosti þess þegar teymisvinna er skipulögð. 

Í teymisvinnu er mikilvægt að hafa starfsfólk með ólíka styrkleika en DISC hjálpar stjórnendum að kortleggja þessa mismunandi styrkleika. DISC þjálfun hjálpar einnig starfsfólki að átta sig á sínum eigin styrkleikum og veikleikum til að þróast frekar í starfi. 

Ingibjörg Lilja Þormóðsdóttir, mannauðsstjóri Helix Health og Rósa Björk Sigurgeirsdóttir, mannauðssérfræðingur hjá Origo kynntu DISCover LeadershipIngibjörg Lilja Þormóðsdóttir, mannauðsstjóri Helix Health og Rósa Björk Sigurgeirsdóttir, mannauðssérfræðingur hjá Origo kynntu DISCover Leadership

Ávinningur af nýju samþykktarferli launa hjá Landsvirkjun 

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri hjá Landsvirkjun fór yfir það hvernig Landsvirkjun nýtti Kjarna til þess að innleiða nýtt samþykktarferli launa. Hún lýsti því hvernig nýja samþykktarferlið og Kjarni bætti upplýsingagjöf til stjórnenda, veitti þeim aukna yfirsýn og var tímasparnaður.

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Landsvirkjunnar fjallaði um hvernig Landsvirkjun nýtti Kjarna til að innleiða nýtt samþykktarferli launaHarpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Landsvirkjunnar fjallaði um hvernig Landsvirkjun nýtti Kjarna til að innleiða nýtt samþykktarferli launa

Takk fyrir þátttökuna

Notendaráðstefnan endaði á panelumræðum með notendum Kjarna. Í umræðunni voru flestir á sama máli um sveigjanleika Kjarna og hvernig væri hægt að aðlaga lausnina að þörfum hvers fyrirtækis. Innleiðing á Kjarna var þægileg og ferillinn var auðveldur. 

Við þökkum öllum þeim sem mættu á notendaráðstefnuna kærlega fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur að ári.

Viltu vita meira um Kjarna?

Bókaðu fund með ráðgjafa

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.