Hvernig stafræn umbreyting bætti mannauðsstjórnun Origo

Stafræn umbreyting hefur einfaldað ráðningaferlið og móttöku nýliða, veitt aðgang að mannauðstölfræði í rauntíma, sjálfvirknivætt starfsánægjumælingar og aðstoðað með eftirfylgni við jafnlaunavottun.

19. ágúst 2022
Dröfn Guðmundsdóttir

Hvað er stafræn umbreyting í mannauðsstjórnun?

Stafræn umbreyting mannauðsstjórnunar nær yfir breytingar á lykilferlum mannauðs. Þetta felur í sér umbreytingu á lykilferlum eins og ráðningum, móttöku nýliða, frammistöðumati og þjálfun. Breytingarnar geta jafnframt haft víðtæk áhrif á eðli starfa innan fyrirtækisins. Sem dæmi má nefna þjónustufulltrúa í símaveri sem hefur hingað til veitt þjónustu í síma en vinnur nú í teymi sem nýtir gervigreind í að sjálfvirknivæða þá þjónustu með notkun á spjallmenni sem svarar algengustu fyrirspurnum viðskiptavina.

Stefna og ávinningur

Líkt og í öllum breytingum er mikilvægt að skilgreina markmið og ávinning af stafrænni umbreytingu á lykilferlum mannauðs. Origo hefur sett sér það markmið að vera eftirsóknasti vinnustaðurinn í upplýsingatækni á Íslandi. Til að að okkur hæfasta fólkið og halda í það, þurfum við að vera í fremstu röð þegar kemur að upplifun starfsfólks og helgun þeirra í starfi. Þannig tryggjum við að Origo verði fyrsta val viðskiptavina á sviði upplýsingatækni.

Stafræn umbreyting í mannauðsteymi Origo

Origo er fyrirtæki í upplýsingatækni sem hefur verið framanlega undanfarin ár þegar kemur að stafrænni umbreytingu innan mannauðsstjórnunar. Origo er þekkingarfyrirtæki og byggir árangur sinn á hugviti starfsfólks.

Það er því til mikil að vinna að starfsfólk sé ánægt í starfi, sé helgað og vinni í umhverfi sem ýtir undir nýsköpun, frumkvæði og drifkraft. Það er mikil samkeppni um hugbúnaðarsérfræðinga og tæknifólk á vinnumarkaði. Því er óhætt að segja að fjárfesting í mannauði og aðbúnaði fyrir starfsfólk hjá Origo skili sér margfalt til baka.

Hér má sjá nokkur dæmi um stafræn umbreytingaverkefni sem farið hefur verið í á síðastliðnum árum og snúa að nokkrum ferlum mannauðsstjórnunar.

Þessi dæmi sýna að stafræn umbreyting í mannauðsstjórnun hjá Origo er komin vel á veg og hefur ýtt undir framþróun mannauðsstjórnunar. Við hlökkum til að þróa okkur og kerfin áfram, tril að tryggja að við séum í fremstu röð.

Bókaðu fund með ráðgjafa okkar

Viltu vita meira um stafræna umbreytingu í mannauðsstjórnun?

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.