Aukin þægindi fyrir launafulltrúa, stjórnendur og starfsfólk í febrúarútgáfu Kjarna

Febrúar færir viðskiptavinum Kjarna ýmsar nýjungar og verður hér tæpt á þeim helstu.

15. febrúar 2024

Aukin þægindi fyrir launafulltrúa í Kjarna

Bætt hefur verið við virkni í Kjarna þar sem launafulltrúar geta sannreynt bankareikninga starfsfólks í útborgun áður en laun eru greidd út. Þetta sparar tíma og kemur í veg fyrir leiðréttingar eftir á.

Nú er einnig hægt að draga starfafjölskyldu starfsmanns inn í listann Grunnlaun sem bætir yfirsýn.

Viðbótarsvæðum hefur verið bætt við yfirlit tímaskráninga á Kjarnavef. Þannig að þar er nú hægt að draga inn upplýsingar um skipulagseiningu, tímastjóra og næsta yfirmann. Þessi viðbót nýtist vel þegar farið er yfir hverjir hafa nú þegar sent inn tíma til launa og hverjir eiga eftir að senda inn tíma.

Bætt var inn merkingu á kjarasamninga svo sveitarfélög geti takmarkað sendingu í Gagnalón Sambands íslenskra sveitarfélaga við ákveðna kjarasamninga. Þetta er mikilvægur sveigjanleiki svo ekki séu send yfir launagögn til Sambandsins sem ekki eiga við.

Möguleika á skráningu á álagi hefur verið bætt við ferlið fyrir stofnun starfsmanns / ráðningu umsækjanda á Kjarnavef. Þær upplýsingar skila sér nú inn í grunnlaunaspjald starfsmanns við ráðningu. Þar sem skráning álags á eingöngu við hjá sveitarfélögum þá er stillingaratriði hvort þessi svæði birtist á vefnum.

Upplýsingum um stöður hefur verið bætt inn í skipurit í Kjarna „client“. Þetta gerir yfirsýn yfir skipurtitið mun skýrara. Einnig hefur verið bætt við virkni í skipuritið þannig að hægt er að tvísmella þar á skipulagseiningu, stöðu eða starfsmann og þannig spara tíma með því að komast beint inn í viðhald viðeigandi upplýsinga.

Frekari þróun á samþykktarferli launabreytinga

Samþykktarferli launabreytinga hefur mælst mjög vel fyrir hjá viðskiptavinum og hafa komið upp ýmsar áhugaverðar hugmyndir eftir því sem notkun þess eykst.

Þrjár af þessum hugmyndum litu dagsins ljós í febrúarútgáfunni þar sem eftirfarandi atriðum var bætt við:

Notandi fer beint inn í viðkomandi beiðni úr tölvupósti með launabreytingu

Möguleikanum Afgreitt hefur verið bætt við í listann fyrir Stöðu launabreytingar. Þannig er auðvelt að sía út þær launabreytingar sem þegar hafa verið afgreiddar.

Bætt var við möguleika á að viðhalda stöðu launabreytingar inni í ítarupplýsingum launabreytingar.

Upplýsingum um það hver stofnaði launabreytinguna og hvenær hefur verið bætt við listann Launabreytingar. Þetta var gert svo einfalt sé að sjá nýjustu launabreytingarnar sem hafa verið stofnaðar þar sem gildistími launabreytingar segir ekki endilega til um það.

Gerð var lagfæring að birtingu á meðaltali og miðgildi starfafjölskyldu þannig að það taki mið af öllu starfsfólki á viðkomandi starfafjölskyldu, ekki eingöngu því starfsfólki sem viðkomandi aðili hefur aðgang að.

Gerðar voru breytingar á grafinu sem sýnir sögu launabreytinga starfsmanns.   

Enn betra yfirlit fyrir starfsfólk og stjórnendur

Starfsfólk hefur í dágóðan tíma átt möguleika á að senda inn ýmsar beiðnir á Starfsmannavef Kjarna til samþykktar fyrir stjórnendur, t.d. orlofsbeiðni, fræðslubeiðni og dagpeningabeiðni. Það vantaði aftur á móti betra yfirlit fyrir starfsfólk til þess að sá hvaða beiðnir það hefur þegar sent inn. Slíku yfirliti var því bætt við Starfsmannavefinn í febrúarútgáfunni.

Sýn stjórnenda á útrunnar beiðnir hefur líka verið breytt þar sem það gat komið upp að beiðni rynni út áður en stjórnandi væri búinn að taka afstöðu til hennar. Nú birtast því beiðnir hjá stjórnanda þó svo að þær séu runnar út og þær hætta ekki að birtast fyrr en stjórnandinn hefur tekið afstöðu til beiðnarinnar með því að annað hvort samþykkja hana eða hafna henni.

Stjórnendur og mannauðsfólk getur skráð ýmsar upplýsingar á starfsfólk í Teymið mitt á Kjarnavef. Til þess að auðvelda skráningu á mörgum færslum hefur nú verið bætt inn möguleika á að skrá í einu lagi margar færslur á starfsmann í spjaldið Hlutir í lániHlutir í láni, sem notað er til þess að halda utan um þann búnað sem er í vörslu starfsfólks. Ef þessi viðbót mælist vel fyrir þá stendur til að bæta sambærilegri virkni við skráningu á öðrum upplýsingum í Teymið mitt.

Ánægja hefur verið með ferilskrársýn ráðningahlutans á Kjarnavefnum hjá stjórnendum og öðrum ráðningaraðilum. Þar er einfalt að skima umsóknir með því að renna yfir ferilskrár og kynningarbréf umsækjenda. Það var aftur á móti galli í þeirri virkni að Word skjöl opnuðust ekki beint á vefnum heldur þurfi að opna þau sérstaklega í Word. Þessu hefur nú verið breytt svo Word skjölin opnast beint á vefnum á sama hátt og pdf skjöl.

Viðbótarvirkni við tengingu Kjarna við MyTimePlan

Kjarni býður upp á tengingar við öll helstu kerfin sem tengjast mannauðs- og launamálum á Íslandi. Þessar tengingar eru í stöðugri þróun og í febrúarútgáfunni var bætt við viðbótarvirkni í tengingu Kjarna við MyTimePlan.

Viðbótarupplýsingar við stofnun starfsmanns. Þegar starfsmaður er stofnaður í Kjarna getur Kjarni nú sent yfir í MyTimePlan (MTP) sjálfgefið gildi fyrir tegund vinnuskyldu ásamt starfshlutfalli og upphafsdegi starfsmanns. Þetta er til viðbótar við þær upplýsingar sem áður fluttust á milli kerfanna við stofnun starfsmanns.

Óvirkja starfsmann við starfslok. Kjarni óvirkjar nú starfsmann í MTP þegar starfsmaður er merktur hættur í Kjarna með því að setja endadag á vinnuskyldu starfsmanns í MTP

Launafjárhæðir yfir í MTP. Fyrir þá viðskiptavini sem nýta þann hluta tengingarinnar að senda launafjárhæðir frá Kjarna yfir í MTP þá hefur nú verið bætt við sjálfvirkni fyrir þá sendingu þegar spjöldin Grunnlaun og Fastir launaliðir eru vistuð. Áður þurfti að keyra upp skýrslu í Kjarna með þessum upplýsingum til að virkja sendingu launafjárhæða yfir í MTP.

Hafa samband

Opið virka daga frá kl. 9.00 – 16.00

Póstlisti Kjarna

Fáðu sendar upplýsingar um námskeið, viðburði og nýjungar í Kjarna.

Copyright 2025 @ Kjarni by Origo Group. All rights reserved.