Færri handtök og meiri skilvirkni í nýrri útgáfu Kjarna
Kjarni kynnir frábærar nýjungar í virkni kerfisins sem stuðla að sjálfvirkni og skilvirkni.

Launahluti Kjarna
Ýmsum nýjungum hefur verið bætt við í launahluta Kjarna. Uppfærslan kemur til með að auðvelda launavinnslu.
Skattaafsláttur vegna erlendra sérfræðinga
Búið er að einfalda umtalsvert virkni fyrir skattaafslætti erlendra sérfræðinga í Kjarna.
Gjaldheimtugjöld færast á milli útborgana
Virkni í gjaldaspjaldi hefur verið uppfærð þannig að ef starfsmaður er með laun í fleiri en einni útborgun á sama tímabili og nær ekki að fullgreiða gjöldin í einni útborgun þá færast eftirstöðvarnar í svæðið “Eldri skuld” í gjaldaspjaldi þegar þeirri útborgun er lokað. Þegar launin eru reiknuð í næstu útborgun sem starfsmaður er með laun í þá reiknast eftirstöðvar gjaldheimtugjalda þar.
Fagaldur
Nú er hægt að setja upp fagaldursútreikning í Kjarna skv. kjarasamningum.
Frekari aðgreining eftir launafulltrúum
Ef fleiri en einn launafulltrúi vinna laun hjá fyrirtæki er gott að geta aðgreint gögnin eftir því hvaða launafulltrúa starfsfólk tilheyrir. Nú er því hægt að vinna eftirfarandi aðgerðir m.v. tiltekinn launafulltrúa:
Flokka starfsmannatré
Sækja fasta liði
Birta í listanum Villur og aðvaranir
Keyra upp fyrirtækjalista
Framvkæma aldurshækkanir
Til minnis sýnilegra í launaskráningu
Spjaldið Til minnis er nú sýnilegt í skráningu launa. Minnismiðinn birtist þar neðst og þegar búið er að afgreiða miðann er hægt að haka úr þar til gerðu svæði svo miðinn hætti að birtast. Spjaldið Til minnis er einnig orðið aðgengilegt í starfsmannatré í skráningu launa.
Reikniliðir í samþykktarferli launabreytinga
Nú geta þeir launaliðir sem skilgreindir eru til birtingar í Önnur föst laun í launabreytingarferli einnig komið frá reikniliðum en áður studdi sú virkni aðeins launaliði sem komu úr föstum launaliðum.
Aukin þægindi með notkun á tegund launaliðar í dálkalistum og launaliðahópum
Nú er hægt að sækja launaliði út frá tegund launaliðar þegar verið er að setja inn launaliði fyrir dálkalista og einnig þegar verið er að búa til launaliðahópa.
Aðrar viðbætur sem bæta skilvirkni
Kostnaðarstöðvar í flokkun á starfsmannatré: Nafn kostnaðarstöðva kemur nú fyrir aftan númer í hliðarvali í starfsmannatré.
Sending skilagreina: Nú er hægt að senda skilagreinar á fleiri en eitt netfang.
Launaskráning - kostnaðarstöð númer: Nú er hægt að skrá inn í svæðið kostnaðarstöð númer í launaskráningunni á sama hátt og hægt var fyrir svæðið kostnaðarstöð vísir.
Stéttarfélög í launaskýrslu: Stéttarfélagi hefur verið bætt við launaskýrslu á Kjarnavef.
Enn fleiri möguleikar í gátlistum
Bætt hefur verið enn frekar við virknina í gátlistum. Dæmi um viðbætur í gátlistum eru:
Hægt að eyða gátlista þótt búið sé að svara honum.
Hægt að ljúka gátlista þrátt fyrir útistandandi atriði.
Hægt að tengja fleiri umsjónaraðila á gátlista.

Meiri sveigjanleiki í ráðningahluta
Nú er enn meiri sveigjanleiki í samskiptum við umsækjendur í ráðningahlutanum.
Umsækjendur geta sett inn fleiri en eina færslu fyrir lífeyrissjóð, séreignarsjóð og skattkort þegar þeir skila inn gögnum í ráðningarferlinu
Umsækjendur geta nú skráð hlutfall í séreignarsjóð þegar gögnum er skilað í ráðningarferlinu
Hægt er að fela flísina samskipti á umsækjanda/umsókn
Hægt er að velja um fleiri netföng sem tölvupóstar á umsækjendur sendast frá

Aukin þægindi í mannauðshluta Kjarna
Nú er listi yfir viðhengi aðgengilegur í hliðarvalmynd Kjarna. Með þessu móti er þægilegt að sjá yfirlit yfir viðhengi og viðhalda þeim auk þess sem þar er hægt að eyða mörgum viðhengjum í einu. Búið er að skilyrða viðhengjategund þegar skjal er tengt á starfsmann svo notandi gleymi ekki að setja hana inn. Þetta er mikilvægt því aðgangsstýringar að skjölum eru út frá viðhengjategundum og notendur með takmarkaðan aðgang hafa ekki aðgang að skjölum sem láðst hefur að skrá á viðhengjategund. Einnig fylgir núna skilgreindur eigandi skjals sjálfkrafa með viðhengjategund en hann er svo hægt að yfirskrifa ef við á. Þetta er hagræði því ákveðin skjöl eiga alltaf að tengjast starfsmanni en önnur launamanni.
Þjóðskrártengingin uppfærir nú ekki eingöngu heimilisföng starfsfólks heldur líka kyn og þjóðerni. Hlutlausu kyni hefur verið breytt í kynsegin í takt við þróunina í samfélaginu.
Listinn Tenging innan fyrirtækis hefur frá upphafi verið aðallistinn í kerfinu en til að uppfylla óskir frá viðskiptavinum hefur verið bætt við frekari upplýsingum í listann Starfsmenn svo hann er orðinn jafnvígur Tenging innan fyrirtækis.
Nýjungar í rafrænum undirritunum
Áminningar á undirritendur sem ekki hafa undirritað skjal
Möguleiki á að skilgreina röðun undirritenda fyrir launabreytingar
Yfirlit yfir röðun undirritenda í Undirskriftir
Leit og sía á dálka í Undirskriftir
Skilyrðing á tegund skjals þegar skjal er sent í undirritun

Viðbótarvirkni og skýrari birting upplýsinga á Starfsmannavef
Nú getur starfsfólk séð yfirlit yfir stöðu orlofsbeiðna sinna sem og annarra í teyminu og sent inn orlofsbeiðni sem passar þá við skipulag teymisins í heild. Einnig hefur ósk um launalaust leyfi verið bætt við beiðnaferlið þannig að starfsmaður geti óskað eftir launalausu leyfi ef hann á ekki næga orlofsinneign eða vill, einhverra hluta vegna, frekar taka launalaust leyfi. Til þægindaauka er búið að bæta við nafni starfsmanns í tölvupóstinn sem yfirmaður fær þegar starfsmaður sendir inn orlofsbeiðni.
Hægt er að birta launamiða á starfsmannavef, á sama hátt og launaseðla, og viðskiptavinir gætu því sleppt því að senda launamiða starfsfólks í heimabanka um áramót.
Útlitinu fyrir tímaskráningar hefur verið breytt og gert notendavænna fyrir starfsfólk. Núna birtast allir vikudagar og helgidagar hafa verið gerðir skýrari. Það er því meira áberandi ef það vantar tímaskráningar fyrir einhverja daga.
Í Mötuneyti og verslunum er einfaldara fyrir starfsmann að greina á milli sinna eigin úttekta og gestafærslna. Þegar dagpeningabeiðni er send inn geta starfsmenn núna skráð athugasemd sem birtist stjórnanda við yfirferð beiðnar.
Viðbótarvirkni í Viðveru
Notendur geta nú læst tímabili í Viðveru svo ekki sé lengur hægt að viðhalda tímaskráningum þess tímabils. Þetta er gert svo engar breytingar detti á milli þegar tímar eru fluttir yfir í launin.