Ávinningur
Helstu kostir Kjarna
Aukin upplýsingagjöf
Bætt ákvarðanataka og yfirsýn með allar mannauðs- og launaupplýsingar á sama stað.
Skilvirkni í launavinnslu og mannauðsstjórn
Fullkomið flæði er á milli kerfishluta í Kjarna sem og yfir í önnur kerfi.
Hagkvæmni í hýsingu og viðhaldi
Örugg hýsing Kjarna hjá Origo tryggir einfaldleika í viðhaldi og dregur úr kostnaði við rekstur.
Tímasparnaður
Sjálfsafgreiðsla stjórnenda og starfsmanna og því minna álag á mannauðs- og launadeild.
Kjarni
Kerfishlutar
Mannauður
Utanumhald um grunngögn starfsfólks á öruggan og einfaldan máta. Sjálfvirkar áminningar, vöntunarlistar og ýmislegt fleira.
Ráðningar
Birting lausra starfa á vef fyrirtækis. Einfalt og notendavænt viðmót fyrir úrvinnslu umsókna.
Fræðsla
Yfirlit yfir fræðsludagskrá fyrirtækis og námskeiðsþátttöku starfsfólks.
Frammistöðumat
Framkvæmd frammistöðu-/starfsþróunarsamtala starfsfólks. Starfsmaður og stjórnandi svara eyðublöðum í vefviðmóti og mannauðsdeild hefur yfirsýn yfir framgang samtala.
Laun
Hraðvirk og örugg launavinnsla í notendavænu umhverfi ásamt öflugri skýrslugerð sem einfaldar alla yfirsýn yfir launamál fyrirtækisins.
Launaáætlun
Nákvæm launaáætlun með launum og launatengdum gjölfum. Hægt er að skrá þekktar breytingar fram í tímann.
Viðvera
Starfsfólk getur stimplað sig inn og út eða skráð tíma, allt eftir eðli starfa. Eftirlit með orlofs- og veikindarétti, innsending orlofsbeiðna og yfirlit yfir sumarfrí starfsfólks.
Dagpeningar
Utanumhald um ferðir starfsfólks, bæði innanlands og utan. Starfsfólk getur sent inn dagpeningabeiðni en einnig er hægt að lesa dagpeningafærslur úr ytri kerfum.
Mötuneyti
Starfsfólk skráir sig í mat og skráningar flæða yfir í launahluta Kjarna. Mötuneytislausnin býður upp á stakar máltíðir, mataráskrift og kaup á ákveðnum vörutegundum.
Starfsmannavefur
Á Starfsmannavefnum getur starfsfólk nálgast ýmsar upplýsingar s.s. yfirlit yfir orlofsstöðu sína og námskeið í boði. Starfsfólk getur einnig sótt um líkamsræktar- og samgöngustyrk, sent inn orlofs-, fræðslu- og dagpeningabeiðni og viðhaldið ákveðnum grunnupplýsingum.
Snjallforrit
Í snjallforritinu getur starfsfólk nálgast grunnupplýsingar um samstarfsfólk sitt, séð yfirlit yfir orlofsstöðu, sent inn orlofsbeiðni, stimplað sig inn og út, sótt um líkamsræktar- og samgöngustyrk, uppfært bankareikninginn sinn og margt fleira.
Kjarnavefur
Kjarnavefurinn er vefviðmót fyrir stjórnendur og starfsfólk mannauðs- og launadeilda. Þar geta stjórnendur m.a. tekið þátt í ráðningarferlinu, samþykkt laun, fyllt út frammistöðumat, sent ráðningarsamninga í rafræna undirritun, samþykkt beiðnir og yfirfarið tímaskráningar starfsfólks.
Snjallforrit
Sæktu Snjallforrit Kjarna
Í Snjallforriti Kjarna getur starfsfólk nálgast grunnupplýsingar um samstarfsfólk sitt, séð yfirlit yfir orlofsstöðu, sent inn orlofsbeiðni, stimplað sig inn og út, sótt um líkamsræktar- og samgöngustyrk, uppfært bankareikninginn sinn og margt fleira.
Kjarni og Moodup
Forskot með gagnadrifinni mannauðsstjórnun
Kjarni vinnur náið með Moodup, íslenskri hugbúnaðarlausn sem veitir fyrirtækjum heildstæða mynd af líðan starfsfólks og gerir þeim kleift að auka starfsánægju á vinnustaðnum. Samstarf Kjarna og Moodup miðar að því að hjálpa viðskiptavinum að gera öfluga mannauðsstjórnun að varanlegu samkeppnisforskoti í rekstri sínum, drifið af bestu tækni sem völ er á.
Moodup hefur fest sig í sessi sem leiðandi lausn í starfsánægjumælingum með sjálfvirkum púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Yfir 100 íslensk fyrirtæki og stofnanir nýta nú þegar Moodup til að bæta starfsánægju um 40.000 starfsmanna með árangursríkum hætti.

Fréttir
Kjarnafréttir
Mannauðsdagurinn 2023
Kjarni á mannauðsdeginum
Sveitafélagaráðstefna
Farsæl Innleiðing Kjarna