Ávinningur
Helstu kostir Kjarna
Aukin upplýsingagjöf
Bætt ákvarðanataka og yfirsýn með allar mannauðs- og launaupplýsingar á sama stað.
Skilvirkni í launavinnslu og mannauðsstjórn
Fullkomið flæði er á milli kerfishluta í Kjarna sem og yfir í önnur kerfi.
Hagkvæmni í hýsingu og viðhaldi
Örugg hýsing Kjarna hjá Origo tryggir einfaldleika í viðhaldi og dregur úr kostnaði við rekstur.
Tímasparnaður
Sjálfsafgreiðsla stjórnenda og starfsmanna og því minna álag á mannauðs- og launadeild.
Kjarni
Kerfishlutar
Mannauður
Utanumhald um grunngögn starfsfólks á öruggan og einfaldan máta. Sjálfvirkar áminningar, vöntunarlistar og ýmislegt fleira.
Ráðningar
Birting lausra starfa á vef fyrirtækis. Einfalt og notendavænt viðmót fyrir úrvinnslu umsókna.
Frammistöðumat
Framkvæmd frammistöðu-/starfsþróunarsamtala starfsfólks. Starfsmaður og stjórnandi svara eyðublöðum í vefviðmóti og mannauðsdeild hefur yfirsýn yfir framgang samtala.
Laun
Hraðvirk og örugg launavinnsla í notendavænu umhverfi ásamt öflugri skýrslugerð sem einfaldar alla yfirsýn yfir launamál fyrirtækisins.
Launaáætlun
Nákvæm launaáætlun með launum og launatengdum gjölfum. Hægt er að skrá þekktar breytingar fram í tímann.
Viðvera
Starfsfólk getur stimplað sig inn og út eða skráð tíma, allt eftir eðli starfa. Eftirlit með orlofs- og veikindarétti, innsending orlofsbeiðna og yfirlit yfir sumarfrí starfsfólks.
Dagpeningar
Utanumhald um ferðir starfsfólks, bæði innanlands og utan. Starfsfólk getur sent inn dagpeningabeiðni en einnig er hægt að lesa dagpeningafærslur úr ytri kerfum.
Mötuneyti
Starfsfólk skráir sig í mat og skráningar flæða yfir í launahluta Kjarna. Mötuneytislausnin býður upp á stakar máltíðir, mataráskrift og kaup á ákveðnum vörutegundum.
Starfsmannavefur
Á Starfsmannavefnum getur starfsfólk nálgast ýmsar upplýsingar s.s. yfirlit yfir orlofsstöðu sína og námskeið í boði. Starfsfólk getur einnig sótt um líkamsræktar- og samgöngustyrk, sent inn orlofs-, fræðslu- og dagpeningabeiðni og viðhaldið ákveðnum grunnupplýsingum.
Snjallforrit
Í snjallforritinu getur starfsfólk nálgast grunnupplýsingar um samstarfsfólk sitt, séð yfirlit yfir orlofsstöðu, sent inn orlofsbeiðni, stimplað sig inn og út, sótt um líkamsræktar- og samgöngustyrk, uppfært bankareikninginn sinn og margt fleira.
Kjarnavefur
Kjarnavefurinn er vefviðmót fyrir stjórnendur og starfsfólk mannauðs- og launadeilda. Þar geta stjórnendur m.a. tekið þátt í ráðningarferlinu, samþykkt laun, fyllt út frammistöðumat, sent ráðningarsamninga í rafræna undirritun, samþykkt beiðnir og yfirfarið tímaskráningar starfsfólks.
Snjallforrit
Sæktu Snjallforrit Kjarna
Í Snjallforriti Kjarna getur starfsfólk nálgast grunnupplýsingar um samstarfsfólk sitt, séð yfirlit yfir orlofsstöðu, sent inn orlofsbeiðni, stimplað sig inn og út, sótt um líkamsræktar- og samgöngustyrk, uppfært bankareikninginn sinn og margt fleira.