Ávinningur
Helstu kostir Kjarna
Aukin upplýsingagjöf
Bætt ákvarðanataka og yfirsýn með allar mannauðs- og launaupplýsingar á sama stað.
Skilvirkni í launavinnslu og mannauðsstjórn
Fullkomið flæði er á milli kerfishluta í Kjarna sem og yfir í önnur kerfi.
Hagkvæmni í hýsingu og viðhaldi
Örugg hýsing Kjarna hjá Origo tryggir einfaldleika í viðhaldi og dregur úr kostnaði við rekstur.
Tímasparnaður
Sjálfsafgreiðsla stjórnenda og starfsmanna og því minna álag á mannauðs- og launadeild.
Snjallforrit
Sæktu Snjallforrit Kjarna
Í Snjallforriti Kjarna getur starfsfólk nálgast grunnupplýsingar um samstarfsfólk sitt, séð yfirlit yfir orlofsstöðu, sent inn orlofsbeiðni, stimplað sig inn og út, sótt um líkamsræktar- og samgöngustyrk, uppfært bankareikninginn sinn og margt fleira.
Kjarni og Moodup
Forskot með gagnadrifinni mannauðsstjórnun
Kjarni vinnur náið með Moodup, íslenskri hugbúnaðarlausn sem veitir fyrirtækjum heildstæða mynd af líðan starfsfólks og gerir þeim kleift að auka starfsánægju á vinnustaðnum. Samstarf Kjarna og Moodup miðar að því að hjálpa viðskiptavinum að gera öfluga mannauðsstjórnun að varanlegu samkeppnisforskoti í rekstri sínum, drifið af bestu tækni sem völ er á.
Moodup hefur fest sig í sessi sem leiðandi lausn í starfsánægjumælingum með sjálfvirkum púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Yfir 100 íslensk fyrirtæki og stofnanir nýta nú þegar Moodup til að bæta starfsánægju um 40.000 starfsmanna með árangursríkum hætti.
